Enski boltinn

Er þetta kannski örlagavaldur Liverpool og Arsenal á tímabilinu?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain og Jürgen Klopp.
Alex Oxlade-Chamberlain og Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Það er mikill munur á gengi ensku liðanna Liverpool og Arsenal í ágúst og september.

Eftir að Liverpool keypti einn leikmann Arsenal í lok ágúst snérist gengi beggja liða algjörlega við.

Alex Oxlade-Chamberlain horfði upp á Liverpool yfirspila Arsenal í síðasta leik sínum í búningi Arsenal. Nokkrum dögum síðar þá keypti Liverpool Oxlade-Chamberlain fyrir 35 milljónir punda.

Þegar Alex Oxlade-Chamberlain mætti til Bítlaborgarinnar þá var Liverpool-liðið búið að vinna fjóra leiki í röð í deild og forkeppni Meistaradeildarinnar með markatölunni 11-3 og allt leit frábærlega út.

Á sama tíma hafði Arsenal-liðið tapað tveimur deildarleikjum í röð án þess að skora mark, fyrst 1-0 á móti Stoke og síðan 4-0 á móti Liverpool.

Liverpool tapaði fyrsta leiknum sínum með Alex Oxlade-Chamberlain 5-0 á móti Manchester City og hefur aðeins unnið 1 af 7 leikjum í öllum keppnum síðan að hann kom á Anfield.

Arsenal hefur aftur á móti unnið 6 af 7 leikjum sínum og ekki enn tapað síðan að félagið seldi Alex Oxlade-Chamberlain til Liverpool.   

Það má sjá þetta svart á hvítu í samantekt Genius Football hér fyrir neðan.



Það lítur því út fyrir að Alex Oxlade-Chamberlain sé örlagavaldur Liverpool og Arsenal. Það er reyndar erfitt að kenna manni um sem var varamaður á báðum stöðum en þetta lítur ekki út fyrir kappann.

Það er allavega ljóst að gengi beggja liða hefur gerbreyst síðan að Oxlade-Chamberlain hafði vistaskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×