Enski boltinn

Draumabyrjun Morata endaði snögglega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvaro Morata.
Alvaro Morata. Vísir/Getty
Alvaro Morata, framherji Chelsea-liðsins, gæti verið frá næsta mánuðinn eftir að hafa tognað aftan í læri í leiknum á móti Manchester City um helgina.  BBC segir frá.

Morata hefur átt algjöra draumabyrjun á Stamford Bridge þar sem hann hefur skorað sjö mörk í upphafi síns fyrsta tímabils.

Chelsea keypti Morata á 60 milljónir punda frá Real Madrid í sumar en frábær byrjun hans þýddi að stuðningsmenn Chelsea voru fljótir að gleyma vandræðabarninu Diego Costa.

Læknar spænska liðsins hafa skoðað Morata og segja um annars stigs tognun að læra. Hann getur ekki spilað með spænska liðinu í leikjum á móti Albaníu og Ísrael.

Vanalega eru menn fjórar til átta vikur að ná sér að slíkum vöðvatognunum.

Næsti leikur Chelsea liðsins er gegn Crystal Palace 14. október næstkomandi en svo taka við leikir á móti Roma. Watford og Everton. Það er því ljóst að meiðslin gætu hafa komið á verri tíma ef við tökum mið af styrkleika næstu mótherjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×