Körfubolti

Gæsahúðamyndband frá síðasta Körfuboltavetri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR vann titlinn fjórða árið í röð síðasta vor.
KR vann titlinn fjórða árið í röð síðasta vor. vísir/andri
Domino´s deild karla í körfubolta hefst í kvöld og má búast við mikilli veislu í vetur bæði í húsunum tólf sem og í Domino's Körfuboltakvöldinu á Stöð 2 Sport þar sem verður farið yfir gang mála.

Fjórir leikir í fyrstu umferð Domino´s deild karla fara fram í kvöld en umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldinu hituðu í gær upp fyrir tímabilið í upphitunarþætti fyrir Domino´s deild karla og spáðu í spilin.

KR hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin fjögur ár í vor vann Vesturbæjarliðið Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Áður en Domino's Körfuboltakvöldið fór af stað að spá fyrir komandi tímabil þá var farið yfir síðasta körfuboltavetur í skemmtilegu myndbandi.

Þetta var svokallað gæsahúðamyndband og vonandi verður þessi körfuboltavetur jafnskemmtilegur og sá síðasti. Fyrir þá sem geta ekki beðið þá er alveg leyfilegt að horfa nokkrum sinnum á þetta myndband til að stytta tímann fram að leikjum kvöldsins.

Myndbandið má sjá í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×