Innlent

Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 við Grímsey

Kjartan Kjartansson skrifar
Upptök skjálftans voru norðnorðvestur af Grímsey norður af Eyjafirði.
Upptök skjálftans voru norðnorðvestur af Grímsey norður af Eyjafirði. Vísir/Pjetur
Veðurstofa Íslands segir að jarðskjálfti af stærðinni 3,9 hafi orðið norðnorðvestur af Grímsey kl. 16:25. Jarðskjálftahrina er sögð í gangi á svæðinu og hefur um tugur eftirskjálfta fylgt í kjölfarið.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að tilkynningar um skjálftinn hafi fundist á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×