Innlent

Hækka verð til sauðfjárbænda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Betur horfir í kindakjötssölu.
Betur horfir í kindakjötssölu. Vísir/stefán
Kaupfélag Skagfirðinga hyggst greiða 13 prósent hærra verð fyrir kjöt frá sauðfjárbændum en áður hafði verið tilkynnt. Þetta kemur fram í frétt frá KS. Lækka átti verðið til bænda um 35 prósent frá fyrra ári en nú er ljóst að sú lækkun verður ekki svo mikil.

„Þetta er meðal annars gert á grundvelli heldur betri rekstrarhorfa en lagt var upp með í sumar,“ segir KS og vísar til hagstæðara gengis evru en verið hafi. „Aðstoð ríkisvaldsins við sauðfjárbændur er óljós og óvissa í stjórnmálum.

Sauðfjárbændur eru því í miklum vanda,“ er þó undirstrikað í tilkynningunni. „Mikilvægt er að hið opinbera styðji áframhaldandi átaksverkefni í útflutningi dilkakjöts. Það skilar mestum árangri við þessar aðstæður.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×