Innlent

Handtekinn tvisvar á einni viku

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum handtók sama manninn tvisvar sinnum í vikunni. Hann er meðal annars grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og að hafa hótað lögregluþjóni lífláti. Í fyrra skiptið sem hann var handtekinn hafði maðurinn ekið aftan á bíl og stungið af. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að hann hafi greinilega verið undir áhrifum fíkniefna.

Við leit á manninum fundust kannabisefni og þegar hann var svo handtekinn aftur var hann grunaður um akstur undir áhrifum slíkra efna.

Þá voru níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Skráningarnúmer voru tekin af þremur bílum vegna vanrækslu á tryggingagreiðslum eða skoðun. Tveir voru svo sektaðir fyrir að aka um á nagladekkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×