Innlent

Björt framtíð, Viðreisn og Miðflokkurinn myndu ekki ná inn á þing

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, við undirritun stjórnarsáttmála í janúar síðastliðnum.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, við undirritun stjórnarsáttmála í janúar síðastliðnum. Vísir/Ernir
Viðreisn, Björt Framtíð og Miðflokkurinn myndu ekki fá þingsæti samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 25. – 28. september og var úrtakið um 2.000 manns. Viðreisn mælist með 4,8% fylgi, Björt Framtíð með 4,3% fylgi og Miðflokkurinn með 4,6% fylgi.

Vinstri Græn mælist stærsti flokkurinn, með 28,8% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn er með 24,3% fylgi. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni myndu Vinstri Græn því fá 22 þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn 18.

Þá mælast þrír flokkar, Flokkur fólksins, Framsókn og Samfylkingin, með fimm þingsæti. Flokkur fólksins er með 6,5% fylgi, Framsókn með 7% fylgi og Samfylkingin með 7,5%. Píratar mælast með 11,6% fylgi eða átta þingsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×