Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Anton Egilsson skrifar
Vinstri græn tróna á toppnum í öllum skoðanakönnunum með 25-29 prósenta fylgi. Kosningabaráttan er komin á fullan skrið og eru flokkarnir að ljúka gerð lista fyrir kosningarnar sem verða hinn 28. október næstkomandi. Ágúst Ólafur Ágústsson snýr aftur í stjórnmálin fyrir Samfylkinguna og leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá gaf Brynjar Níelsson eftir oddvitasætið í sama kjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum og mun Sigríður Á. Andersen leiða listann. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Í fréttatímanum verður umfjöllun um stöðuna fyrir austan en hringvegurinn opnar á ný við Hólmsá í kvöld og bygging bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn gengur vel.

Þá munum við fjalla um markaðssetningu á skyri. Stjórnendur MS hafa sætt sig við að skyr nýtur ekki lögverndar og sækir fyrirtækið nú á markaði erlendis undir nýju vörumerki, Ísey skyr.

Við ræðum jafnframt við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands sem tók syndandi á móti sjósundmönnum sem þreyttu boðsund frá Ægissíðu til Bessastaða í dag. Forsetinn segist ekki efast um kosti sjósunds fyrir líkama og sál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×