Enski boltinn

Jón Daði gat ekki bjargað Reading

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Daði í leik með Íslandi
Jón Daði í leik með Íslandi Vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu í 1-2 tapi Reading gegn Norwich í ensku 1.deildinni í knattspyrnu í dag.

James Maddison kom Norwich yfir á 10. mínútu en það tók Liam Moore aðeins 13 mínútur að jafna fyrir Reading.

Cameron Jerome skoraði sigurmarkið fyrir Norwich á 53. mínútu.

Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður í 1-0 sigri Aston Villa á Bolton.

Jonathan Kodjia skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 39. mínútu sem hann fiskaði sjálfur.

Neil Taylor var sýnt rauða spjaldið af Jeremy Simpson, dómara leiksins, í uppbótartíma og voru Villa-menn því manni færri síðustu mínútur leiksins.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahóp Cardiff City vegna meiðsla, en Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, hefur sagt að meiðsli hans séu alvarleg og hann eigi ekki að spila með landsliðinu í næstu viku.

Cardiff hélt toppsæti sínu í deildinni þrátt fyrir markalaust jafntefli við Derby County á heimavelli.

Hörður Björgvin Magnússon þurfti að sitja allan leikinn á tréverkinu þegar lið hans Bristol City sótti Ipswich heim.

Bristol vann leikinn 1-3 og hefur ekki tapað í síðustu 11 leikjum. Josh Brownhill, Famara Diedhio og Bobby Reid skoruðu mörk Bristol en Martyn Waghorn klóraði í bakkann fyrir Ipswich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×