Enski boltinn

Guardiola: Vorum frábærir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guardiola vann 21 titil með Bayern og Barcelona, en hefur enn ekki unnið neitt með Manchester City
Guardiola vann 21 titil með Bayern og Barcelona, en hefur enn ekki unnið neitt með Manchester City
Manchester City vann stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið mætti á Stamford Bridge og sigraði Chelsea 0-1.

Yfirburðir City voru miklir í leiknum og átti Chelsea varla skot á markið.

„Það sem skiptir mestu máli er að vinna leikinn,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City eftir leikinn.

„En hvernig við spiluðum, sérstaklega í seinni hálfleiknum, við vorum frábærir. Grimmir og leyfðum þeim ekki að spila boltanum.“

„Kevin [de Bruyne] var frábær í dag, við erum mjög ánægðir með stigin þrjú,“ sagði Pep Guardiola.

De Bruyne skoraði sigurmarkið á 67. mínútu leiksins.


Tengdar fréttir

De Bruyne tryggði City sigurinn

Englandsmeistarar Chelsea tóku á móti toppliði Manchester City í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Belginn Kevin de Bruyne tryggði Manchester-liðinu sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×