Lífið

Seldi skóna sína til að komast til Íslands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ljósmyndarinn er mikill skóáhugamaður og því var það hægara sagt en gert að láta pörin af hendi
Ljósmyndarinn er mikill skóáhugamaður og því var það hægara sagt en gert að láta pörin af hendi Skjáskot
Ljósmyndarinn Colin Hicks segist eiga við vandamál að stríða. Hann sé forfallinn skósafnari.

Einn daginn hafði hann fengið nóg og ákvað því að láta á það reyna hvort gáfulegra sé að verja peningum sínum til skókaupa eða ævintýra.

Því tók hann sig til og seldi 10 skópör til þess að fjármagna ferð til Íslands.

Í myndbandi sem hann birti á Youtube má sjá hann reyna að svara spurningunni hvort skósalan hafi verið þess virði. Ferðaðist Hicks meðal annars um Suðurland þar sem hann kom við á Sólheimasandi og kíkti á Seljalandsfoss. Þá varði hann nokkrum dögum í Reykjavík ásamt því að festa bílaleigubílinn sinn og láta hesta hefta för sína.

Myndbandið af ævintýri hans má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×