Lífið

Emma Stone opnar sig: Byrjaði að fá kvíðaköst aðeins sjö ára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emma Stone er einn besti leikari heims í dag.
Emma Stone er einn besti leikari heims í dag.
Leikkonan Emma Stone hefur nú opnað sig um að hún hafi glímt við mikinn kvíða frá sjö ára aldri.

Stone fékk Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni La La Land á þessu ári og hefur hún rækilega slegið í gegn um heim allan síðustu ár.

„Ég var mjög kvíðin sem barn og fékk mjög oft kvíðaköst,“ segir hún í viðtali við þáttastjórnandann Steven Colbert.

Stone segist hafa byrjað í sérstakri kvíðameðferð aðeins sjö ára.

„Leiklistinn hefur hjálpað mér mjög mikið í gegnum þetta en ég er enn að glíma við kvíða, þó ég fái ekki kvíðaköst lengur, sjö, níu, þrettán.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×