Íslenski boltinn

Hipolito áfram hjá Fram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hinn 39 ára Hipolito verður á Íslandi í tvö ár í viðbót
Hinn 39 ára Hipolito verður á Íslandi í tvö ár í viðbót vísir/andri marinó
Portúgalinn Pedro Hipolito mun halda áfram að þjálfa lið Fram eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við félagið.

Hipolito kom til Fram í júlí eftir að Ásmundur Arnarsson var sagt upp störfum hjá félaginu.

Fram endaði í 9. sæti Inkasso deildarinnar með 27 stig, eftir að hafa verið í 4. sæti deildarinnar þegar Hipolito tók við. Liðið tapaði 0-4 fyrir Þrótti R á lokadeigi deildarinnar í gær.

Hipolito skrifar undir samning til tveggja ára við Fram. Ólafur Brynjólfsson, aðstoðarþjálfari hans, framlengdi einnig sinn samning við félagið.

„Ég kom til Íslands með stuttum fyrirvara um mitt sumar. Þá vissi ég ekki mikið annað um landið en að það á frábært knattspyrnulandslið. Þegar mér var kynnt saga velgengni og sigra Fram fannst mér strax spennandi að koma að því að byggja á ný upp lið sem keppt gæti við þá bestu,“ sagði Hipolito á heimasíðu Fram.

„Það var snemma ljóst að leikmannahópurinn hjá okkur var takmarkaður og inn í hann vantaði ákveðin gæði til að við gætum blandað okkur í baráttuna. Það verður verkefni vetrarins að fara í gegnum þá valkosti sem okkur standa til boða og setja saman nýtt og spennandi lið fyrir næsta tímabil.“


Tengdar fréttir

Portúgali tekur við Fram

Portúgalinn Pedro Hipólito verður næsti þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×