Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu í dag tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur flokksins með tvöföldu kjördæmisþingi. Í stað þess verður lista flokksins stillt upp. Útlit var fyrir að Sigmundur Davíð Gunnlaugssonmyndi bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi á kjördæmisþingi í dag, á móti Þórunni Egilsdóttur sem ákvað í vikunni að gefa kost á sér til að leiða flokkinn.

Hins vegar varð ljóst að svo yrði ekki þegar Sigmundur Davíð birti langan pistil á vefsíðu sinni um hádegisbil og tilkynnti að hann hefði ákveðið að segja skilið við Framsóknarflokkinn og stofna eigið stjórnmálaafl. Þórunn segir að sú ákvörðun hafi í raun ekki komið sér á óvart. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um söguleg úrslit þýsku þingkosninganna sem fram fóru í dag og skoðum nýja brú sem til stendur að leggja yfir Ölfusá.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×