Enski boltinn

Wilshere: Mér líður aftur eins og alvöru Arsenal leikmaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Wilshere fagnar í gær.
Jack Wilshere fagnar í gær. Vísir/Getty
Jack Wilshere spilaði mjög vel með Arsenal-liðinu í gær í 4-2 sigri á BATE Borisov í Evrópudeildinni.

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hrósaði Jack Wilshere sérstaklega eftir leikinn en Wilshere hefur verið lítið með aðalliði Arsenal undanfarin tímabil vegna meiðsla.

Þá var Wilshere einnig sendur á láni til Bournemouth á síðustu leiktíð.

„Hann berst  alltaf allt til enda. Hann er á leiðinni til baka að komast í sitt besta form og sýndi það í þessum leik. Hann er á uppleið en það sem hefur stoppað hann hingað til eru meiðslin,“ sagði Arsene Wenger í samtali við BBC.

„Ég ligg bara á bæn að hann lendi ekki í meiri meiðslavandræðum og að hann geti orðið öflugri og öflugri. Hann er að sýna það á ný að hann hefur ekki misst fótboltahæfileikana,“ sagði Wenger.

Wilshere var líka ánægður í viðtölum eftir leikinn.

„Það fylgdi því góð tilfinning að koma aftur til Arsenal og fá að æfa á ný með strákunum. Arsene hefur reynst mér vel og hann hefur verið að tala mikið við mig,“ sagði Jack Wilshere.

„Þú ert alltaf að spila fyrir framtíðinni þinni hjá félaginu og ég er ánægður með að vera kominn til baka og vera aftur orðinn hluti af liðinu. Það er búið að líða nokkur tími síðan það var þannig,“ sagði Wilshere.

„Það er nokkuð síðan að mér leið eins og alvöru Arsenal leikmaður en ég er kominn til baka og farin að fá að spila svona leiki,“ sagði Wilshere.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×