Enski boltinn

Klopp: Hugur Coutinho er 100 prósent hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Coutinho er að spila vel.
Coutinho er að spila vel. vísir/getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að allt vesenið með Philippe Coutinho sé að baki og hann sé einbeittur á að standa sig fyrir liðið.

Coutinho reyndi að þvinga fram félagaskipti til Barcelona í sumar og spilaði því ekkert með Liverpool í ágúst.

Liverpool hleypti honum ekki frá félaginu og Coutinho reimaði á sig skóna fyrir félagið á nýjan leik og er að spila vel. Hann er nú búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir félagið.

Coutinho segist hafa lagt umræðu sumarsins á hilluna og hefur lofað því að gefa allt sitt til Liverpool. Klopp segir að leikmaðurinn meini það sem hann segi.

„Það er gott að hafa hann hérna hjá okkur. Við þurfum ekkert að velta okkur upp úr því hvernig hver höndlaði aðstæður sumarsins. Á endanum erum við fagmenn og tökum hlutunum eins og þeir eru,“ sagði Klopp.

„Hann er augljóslega í mjög góðu formi og það er gott fyrir okkur og í raun það eina sem skiptir máli. Liðið var ánægt að fá hann til baka. Það var ekkert verið að ræða hans mál. Að verða með hugann 100 prósent við félagið sem þú ert hjá eftir svona uppákomu er það sem máli skiptir. Þannig er málið hjá honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×