Innlent

Spændi upp tjaldstæðið á torfæruhjóli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í morgun var svo tekið eftir því að búið var að spóla og spæna upp svæðið á tjaldstæðinu sunnan Þórsheimilisins.
Í morgun var svo tekið eftir því að búið var að spóla og spæna upp svæðið á tjaldstæðinu sunnan Þórsheimilisins. Lögreglan í Vestmannaeyjum
Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar nú upplýsinga vegna skemmda á jarðvegi á tjaldstæðinu sunnan Þórsheimilisins en þar hefur torfærumótorhjóli verið ekið síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Í fyrrakvöld og kvöldinu áður heyrðu íbúar í Áshamri í torfærumótorhjóli ekið um en veittu því þá ekki neina sérstaka athygli, nema þá vegna þess að það var hávært. Í morgun var svo tekið eftir því að búið var að spóla og spæna upp svæðið á tjaldstæðinu sunnan Þórsheimilisins.

Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið er bent á að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 444 2090.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×