Innlent

Gripinn með 5,5 kíló af kannabisefnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kannabisefnin sem fundust í bíl Íslendingsins.
Kannabisefnin sem fundust í bíl Íslendingsins. Lögreglan í Albaníu
24 ára íslenskur karlmaður, sem er í haldi lögreglunnar í Albaníu grunaður um fíkniefnasmygl, var handtekinn við landamæri Albaníu og Svartfjallalands síðastliðinn sunnudag. Í bílnum sem maðurinn ók fundust 5,5 kíló af kannabisefnum. 

Þetta staðfestir lögreglan í Albaníu við albanska fjölmiðla. Eftir því sem Vísir kemst næst á maðurinn engan sakaferil hér á landi.

Birtar eru myndir af efnunum sem fundust í bílnum á vefsíðu miðilsins eins og sjá má hér að ofan. Maðurinn hefur verið búsettur erlendis undanfarin ár og hafði verið á ferðalagi á bíl sínum Evrópu í sumar.

Utanríkisráðuneytið staðfesti í samtali við Vísi í dag að mál mannsins væri komið á borð ráðuneytisins. Borgaraþjónusta ráðuneytisins gæti hagsmuna og öryggis Íslendingsins.

 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×