Innlent

Bleika slaufan afhjúpuð ásamt nýrri auglýsingu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, og Ása Gullaugsdóttir, gullsmiður, afhentu Vigdísi Finnbogadóttur viðhafnarútgáfu Bleiku slaufunnar.
Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, og Ása Gullaugsdóttir, gullsmiður, afhentu Vigdísi Finnbogadóttur viðhafnarútgáfu Bleiku slaufunnar. Mynd/Aðsend
Bleika slaufan var afhjúpuð síðdegis í dag í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands við Skógarhlíð. Viðburðurinn markaði upphaf fjáröflunarátaks Bleiku slaufunnar í ár.

Undanfarin 10 ár hefur Krabbameinsfélagið tileinkað októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Í ár mun söfnunarféð renna til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf um allt land til einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélagsins, fékk viðhafnarútgáfu Bleiku slaufuna að gjöf á athöfninni og sjö aðrar konur fengu Bleiku slaufuna að gjöf. Þá var rithöfundurinn Einar Kárason sá fyrsti sem keypti Bleiku slaufuna á atburðinum.

Hönnuður slaufunnar er Ása Gunnlaugsdóttir, gullsmiður og hönnuður.  Bleika slaufanleg verður fáanleg víða um land til styrktar átakinu fram í miðjan október.

Hér fyrir neðan má sjá nýja auglýsingu Bleiku slaufunnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×