Íslenski boltinn

Jóhann bestur í ágúst og Andri Rúnar skoraði besta markið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Jóhann Laxdal var kjörinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af lesendum Vísis en niðurstöðurnar voru kynntar í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport á sunnudag.

Jóhann var lykilmaður í vörn Stjörnunnar sem fékk á sig aðeins tvö mörk allan síðasta mánuðinn. Jóhann byrjaði alla leiki og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Fjölni.

Þá var einnig kosið um besta markið og varð mark Andra Rúnars Bjarnasonar gegn KR fyrir valinu en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira