Lífið

Mánaðarferð flutningaskips: Fer í gegnum þrumuveður, hellirigningu og mikla umferð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega fróðlegt myndband.
Virkilega fróðlegt myndband.

Stór flutningaskip geta ferjað mörg hundruð gáma milli heimsálfa. Skipin eru gríðarlega stór, þung og taka því mikið pláss.

Þau eru oft úti á sjó í margar vikur í einu og ferðast um allan heim. Á YouTube-síðu JeffHK má sjá myndband sem tekið er úr sama sjónarhorninu í heilan mánuð.

Myndavélinni var komið fyrir í stjórnklefa skipsins og er búið að hraða myndbandinu niður í tíu mínútur. Skipið fór í gegnum þrumuveður, hellirigningu og blíðskaparveður á þessum mánuði.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtileg myndband.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira