Lífið

Ein stærsta stjarna Filippseyja „sjóðandi“ á Íslandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rhian Ramos nýtur mikillar hylli í heimalandinu.
Rhian Ramos nýtur mikillar hylli í heimalandinu. Instagram

Leik- og söngkonan Rhian Ramos er nú stödd hér á landi. Ramos er stórstjarna á Filippseyjum og hefur hún verið tíður gestur á þarlendum sjónvarpsskjám síðastliðin 10 ár.

Hún hefur varið vikunni hér á landi og verið dugleg að birta myndir af sér og íslenskri náttúru á Instagram-síðu sinni þar sem hún er með rúmlega milljón fylgjendur. Meðal annars má þar sjá hana í Biskupstungum, við Gullfoss, í Reynisfjöru, við Skógafoss, á Mýrdalsjökli og svo í Bláa lóninu - sem „allir“ voru búnir að segja henni að prófa.

Filippseyskir miðlar eiga vart orð yfir fegurð hennar og íslenskrar náttúru en Ramos var valin þriðja kynþokkfyllsta kona landsins í júní síðastliðnum. „Þó svo að hún sé á Íslandi tekst Rhian Ramos samt að vera sjóðandi,“ segir til að mynda í umfjöllun sjónvarpsstöðvarinnar GMA þar sem hún hefur fengið mörg sín bitastæðustu hlutverk.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá ævintýrum hennar á Íslandi.

First time in Iceland and it wont be my last =)

A post shared by Rhian Ramos (@whianwamos) on

Finally doing what everyones been telling me to! Blue Lagoon

A post shared by Rhian Ramos (@whianwamos) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira