Lífið

Ís­lands­heim­sóknar hús­mæðranna beðið með eftir­væntingu

Benedikt Bóas skrifar
Vicki Gunvalson hefur verið stjarna þáttana frá þætti eitt. Hún slasaðist á Íslandi.
Vicki Gunvalson hefur verið stjarna þáttana frá þætti eitt. Hún slasaðist á Íslandi. Bravo
Eftir síðasta þátt af þættinum The Real Housewives of Orange County, sem sýndur var á mánudag, var sýnt hverju áhorfendur og aðdáendur þessa vinsæla raunveruleikaþáttar mega eiga von á í komandi seríu. Leikur ferð þessara kvenna til Íslands þar stórt hlutverk.

Í sýnishorninu fá stelpurnar sér að borða í Hafnarfirði, klifra upp á jökul þar sem ein þeirra þarf að pissa, fara í fjórhjólaferð og lenda í alls konar dramatískum átökum sem áhorfendur geta vart beðið eftir.

Hugað að Gunvalson á sjúkrahúsinu.Bravo
Þættirnir eru gríðarlega vinsælir en tólfta serían fór í loftið nú fyrir skömmu á sjónvarpsstöðinni Bravó. Eftir þáttinn var sýnt hvað væri í vændum og er Íslandsheimsóknin þar stór hluti.

Það er mikið drama í þáttunum og oft fara hlutirnir í háa loft, jafnvel þótt þær séu í fríi á Íslandi.Bravo
Ein úr hópnum, Vicky Gunvalson, þarf greinilega að leita læknis­aðstoðar því í einu skotinu sést að verið er að bera hana inn í sjúkrabíl.

Önnur stjarna þáttanna, Lydia McLaughlin, sagði frá því í viðtali við RadarOnline að heimsóknin hefði verið allt annað en ánægjuleg. „Ég veit ekki hvort þú hefur farið á neyðarmóttökuna á Íslandi en það var ekki ein af ánægjulegustu stundum lífs míns,“ sagði hún við spyril RadarOnline. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×