Fótbolti

Alli og Walker biðla til FIFA

Ástrós Ýr Eggertsdóttitr skrifar
Walker og Alli voru félagar með lands - og félagsliðum, þar til Walker fór til Manchester City í sumar
Walker og Alli voru félagar með lands - og félagsliðum, þar til Walker fór til Manchester City í sumar vísir/getty

Dele Alli og Kyle Walker hafa skrifað formlegt bréf til FIFA til þess að biðla fyrir minnkunn þeirrar refsingar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið kann að veita Alli fyrir að veifa löngutöng í leik Englands og Slóvakíu.

Myndbandsupptökur af leiknum sýna Alli veifa fingri í átt að félaga sínum Walker eftir að hann fékk ekki aukaspyrnu í samstuði við Martin Skrtel.

Enska knattspyrnusambandið sendi FIFA myndbandsupptöku sem á að sýna að fingrinum var beint að Walker í gríni, en ekki að dómara leiksins.

Einnig á enska sambandið að hafa biðlað til þess alþjóðlega að hraða málaferlum svo niðurstaðan liggji fyrir fyrir næsta leik Englands í undankeppni HM, sem fram fer 5. október.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira