Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr 19. umferðinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skagamenn fagna. Þeir hefðu hleypt miklu lífi í botnbaráttuna ef þeir hefðu unnið Fjölni.
Skagamenn fagna. Þeir hefðu hleypt miklu lífi í botnbaráttuna ef þeir hefðu unnið Fjölni. vísir/ernir
Það var nóg af mörkum í 19. umferð Pepsi-deildar karla sem fór fram í gær.

Sex mörk voru skoruð í ótrúlegum leik Víkings R. og FH í Víkinni. Víkingar komust í 2-0 en FH-ingar sneru dæminu sér í vil með þremur mörkum á jafnmörgum mínútum seint í fyrri hálfleik.

KR svaraði fyrir tapið gegn ÍBV og vann nokkuð öruggan 1-3 sigur á Breiðabliki.

KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli á Akureyrarvelli sem Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, var ekki hrifinn af.

Stjarnan bar sigurorð af Víkingi Ó., 3-0, á heimavelli. Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik síðan 19. júní þegar þeir lágu í valnum fyrir Ólsurum á útivelli.

Íranski framherjinn Shahab Zahedi Tabar skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 sigri á Grindavík. Hann er fyrsti Íraninn sem skorar í efstu deild á Íslandi.

Þá gerðu Fjölnismenn og Skagamenn 2-2 jafntefli í fallslag í Grafarvoginum.

Öll 22 mörkin og allt það helsta úr 19. umferð Pepsi-deildar karla má sjá hér að neðan.

120 sekúndur
Gullmarkið
Augnablikið
Bestur
Trabantinn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×