Innlent

Svona var dagurinn á Bessastöðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Eyþór

Uppfært 17:40 Fundunum er lokið í dag. Hér fyrir neðan er hægt að lesa beina textalýsingu Vísis frá atburðum dagsins á Bessastöðum.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi með forystumönnum stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á Alþingi, á Bessastöðum á í dag loknum fundi með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins.
Guðni og Bjarni munu funda klukkan 11 á Bessastöðum þar sem Bjarni mun biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti.

Guðni mun síðan funda með forystumönnum annarra flokka á Alþingi en röðunin er eftirfarandi:

Klukkan 13:00 á forseti fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Klukkan 13:45 á hann fund með Birgittu Jónsdóttur, formanni þingflokks Pírata
Klukkan 14:30 er fundur forseta með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins
Klukkan 15:15 á forseti fund með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar
Klukkan 16:00 hefst fundur forseta með Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar
Klukkan 16:45 á forseti fund með Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar.

Fylgst verður með gangi mála á vaktinni hér á Vísi en bein útsending verður frá Bessastöðum þegar dregur til tíðinda og formenn flokkanna ræða við fjölmiðla.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.