Innlent

Réttindalaus ók vinnuvél á flugvél

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/GVA
Það óhapp varð á flughlaði Keflavíkurflugvallar fyrr í vikunni að ökumaður á vinnuvél frá veitingaþjónustufyrirtæki ók á flugvél í stæði. Ökumaðurinn gat ekki framvísað vinnuvélaskírteini því hann hafði aldrei öðlast réttindi til að stjórna vinnuvél.

Atvikið varð með þeim hætti að maðurinn var að aka að vélinni þegar hann steig á eldsneytisgjöfina í stað bremsunnar. Dæld kom á skrokk vélarinnar við höggið.

Verið var að búa flugvélina til brottfarar þegar vinnuvélinni var ekið á hana og dróst brottförin um sólarhring meðan verið var að ganga úr skugga um að hún væri hæf til flugs.

Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×