Innlent

Gripnir við vinnu án atvinnuleyfis

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan leit við á vinnustað.
Lögreglan leit við á vinnustað. Vísir/Eyþór
Undirverktaki í byggingariðnaði í Reykjanesbæ var í vikunni sektaður eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði heimsótt vinnustað hans og komist að raun um að þar voru þrír erlendir menn við vinnu án þess að vera með atvinnuleyfi hér á landi. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð þar sem teknar voru af þeim skýrslur.

Þá kom vinnuveitandinn á stöðina og undirritaði sektargerð. Lögregla mun halda áfram eftirliti með málum af þessum toga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×