Innlent

Flokksformenn í fyrstu Víglínu vetrarins

Birgir Olgeirsson skrifar
Ekki mun skorta umræðuefnið eftir atburði síðustu daga enda verður fjölmennt í þættinum hjá Heimi Má.
Ekki mun skorta umræðuefnið eftir atburði síðustu daga enda verður fjölmennt í þættinum hjá Heimi Má. Vísir
Víglínan í umsjá Heimis Más Péturssonar fréttamanns hefur göngu sína á ný í dag í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi. Ekki mun skorta umræðuefnið eftir atburði síðustu daga enda verður fjölmennt í þættinum hjá Heimi Má.

Í fyrri hluta þáttarins mæta Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Í seinni hluta þáttarins mæta þau Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaformaður þingflokks Pírata og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

Farið verður yfir viðburðamikla viku sem hófst með upphafi umræðu um fyrsta raunverulega fjárlagafrumvarp þeirrar ríkisstjórnar sem sprakk síðan með látum aðfararnótt föstudags. En í dag gengur Bjarni Benedikstsson forsætisráðherra á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands og biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Í framhaldi af þeim fundi á forseti fundi með formönnum annarra flokka hverjum á eftir öðrum.

Víglínan hefst í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 og markar upphaf kosningabaráttu sem væntanlega verður bæði snörp og stutt.

Útsendingu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×