Íslenski boltinn

Toppliðin unnu öll sína leiki | Öll úrslit dagsins úr Inkasso-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keflvíkingar leika í Pepsi-deildinni á næsta ári.
Keflvíkingar leika í Pepsi-deildinni á næsta ári. vísir/ernir
Efstu fjögur liðin í Inkasso-deildinni unnu öll sína leiki í 21. umferðinni í dag.

Fylkir tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári með 0-6 stórsigri á Haukum.

Adam Árni Róbertsson skoraði eina mark leiksins þegar Keflavík tók á móti Fram. Keflvíkingar eru með eins stigs forskot á Fylkismenn á toppi deildarinnar. Frammarar eru í 8. sætinu.

Þróttarar báru sigurorð af ísköldum Selfyssingum, 4-0, í Laugardalnum. Öll mörkin komu á fyrstu 34 mínútum leiksins.

Viktor Jónsson skoraði tvívegis og þeir Víðir Þorvarðarson og Oddur Björnsson sitt markið hvor.

Þróttur er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig, jafn mörg og HK sem er í sætinu fyrir neðan.

HK vann 1-4 sigur á Gróttu á Nesinu. Þetta var tíundi sigur liðsins í síðustu 11 leikjum. Bjarni Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir HK-inga og þeir Reynir Már Sveinsson og Grétar Snær Gunnarsson sitt markið hvor. Jóhannes Hilmarsson gerði mark Seltirninga sem eru fallnir.

Leiknir R. lenti 3-0 undir gegn Þór fyrir norðan en kom til baka og náði í stig. Lokatölur 1-1.

Guðni Sigþórsson, Gunnar Örvar Stefánsson og Loftur Páll Eiríksson skoruðu mörk Þórs sem er í 7. sæti deildarinnar.

Brynjar Hlöðversson, Sævar Atli Magnússon og Tómas Óli Garðarsson voru á skotskónum hjá Leikni sem er í 5. sætinu.

Þá vann ÍR 2-0 sigur á Leiknir F. sem er þegar fallinn. Viktor Örn Guðmundsson og Jón Gísli Ström skoruðu mörk Breiðhyltinga.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×