Lífið

Ed Sheeran aflýsir tónleikum vegna mótmæla í St. Louis

Anton Egilsson skrifar
Leitt fyrir aðdáendur Ed Sheeran í St. Louis.
Leitt fyrir aðdáendur Ed Sheeran í St. Louis. Vísir/Getty
Breski tónlistarmaðurin Ed Sheeran hefur aflýst tónleikum sínum í St. Louis í Bandaríkjunum í kvöld vegna mótmæla í borginni. Mótmælin sem um ræðir koma til vegna þess að dómari sýknaði lögreglumanninn Jason Stockley af ákæru um að hafa myrt ungan blökkumann, Anthony Lamar Smith, árið 2011. Sky greinir frá þessu. 

Í yfirlýsingu frá Sheeran segir að hann hafi ráðfært sig við yfirvöld og með öryggi tónleikagesta að leiðarljósi hafi honum talið það vera skynsamlegast í stöðunni að aflýsa tónleikunum.

Sjá: Mótmæli í St. Louis gegn sýknu lögreglumanns

Írska hljómsveitin U2 átti einnig að halda tónleika í borginni í gær en þeir aflýstu sömuleiðis sínum tónleikum.  Í yfirlýsingu frá U2 og tónleikahöldurum segir að þeir hefðu fengið þær upplýsingar frá lögreglu að þeir séu ekki í aðstöðu til þess að tryggja næga öryggisgæslu fyrir tónleikana vegna umfangs mótmælanna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×