Lífið

Sjáðu Miley Cyrus taka kántríútgáfu af See You Again

Anton Egilsson skrifar
Miley Cyrus sýnir á sér nýjar hliðar í þessari nýju útgafu af laginu See You Again.
Miley Cyrus sýnir á sér nýjar hliðar í þessari nýju útgafu af laginu See You Again. Vísir/Getty
Í ár eru tíu ár síðan bandaríska söngkonan Miley Cyrus gaf út sína fyrstu sólóplötu, Meet Miley Cyrus, en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Án efa þekktasta lag þeirrar plötu er lagið See You Again en lagið náði miklum hæðum eftir að platan kom út.

Cyrus sem er dóttir kántrísöngvarans þekkta Billy Ray Cyrus er kannski ekki þekkt fyrir framlag sitt til kántrítónlistar en ljóst er að hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Á dögunum tók hún upp kántríútgáfu af laginu See You Again og hefur fengið mikið lof fyrir flutninginn.

Cyrus varð heimsfræg aðeins 14 ára fyrir túlkun sína á Hönnu Montana á Disney sjónvarpsstöðinni og hefur hún verið í kastljósi fjölmiðla allar götur síðan.  Gaf hún út sína sjöttu plötu á þessu ári sem ber nafnið Younger Now og hefur notið mikilla vinsælda.

Hlýða má á kántríútgáfu Cyrus af laginu See You Again í myndbandinu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×