Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra hyggst bera upp tillögu um þingrof á fundi með forseta á morgun. Stefnt er á kosningar 28. október. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Áhyggjur hafa komið fram um að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki nægan tíma til að búa sig undir kosningar. Formaður Flokks fólksins er hins vegar klár í kosningar. Rætt er við hann í kvöldfréttunum.

Solla í Gló og myndlistarmaðurinn Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreistrar æru. Fimm fengu uppreist æru í fyrra.

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása hefur aftur verið lækkað í Bretlandi. Tveir eru í haldi lögreglu vegna árásar á föstudag.

Hestavhísl nýtur vaxandi vinsælda. Við ræðum við hestahvíslara sem er í nánu tilfinningasambandi við hrossin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×