Lífið

Tók slökkviliðsmenn þrjá tíma að losa getnaðarlim úr lyftingarlóði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mjög sérstakt atvik.
Mjög sérstakt atvik.
Slökkviliðsmenn í borginni Worms í Þýskalandi deila heldur skemmtilegri mynd á Facebook þar sem þeir segja frá verkefni dagsins.

Slökkviliðið var kallað út á spítala í borginni og var verkefnið líklega það einkennilegasta í vinnuvikunni. Losa þurfti getnaðarlim karlmanns úr 2,5 kílóa lyftingarlóði.

Flest öll lóð eiga það sameiginlegt að vera með holu í miðjunni svo hægt sé að koma því fyrir á lyftingarstöng.

Það tók slökkviliðsmennina þrjár klukkustundir að losa manninn frá lóðinu og er það mölbrotið eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×