Innlent

Ísland í 1. sæti á lista yfir efnahagslegan árangur

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ávarpaði ráðstefnuna og talaði meðal annars um skynsamlega notkun auðlinda og fyrirhyggju í fjármálum með setningu laga um opinber fjármál.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ávarpaði ráðstefnuna og talaði meðal annars um skynsamlega notkun auðlinda og fyrirhyggju í fjármálum með setningu laga um opinber fjármál. Mynd/samsett
Ísland er í fyrsta sæti á lista yfir efnahagslegan árangur samkvæmt Positive Evonomy Index 2017. Niðurstöðurnar voru kynntar á ráðstefnunni Global Positive Forum í París í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Staðallinn mælir árangur OECD-ríkja í efnahagsmálum „með tilliti til ósérplægni efnahagsstefnu þeirra m.a. á mælikvarða jákvæðrar skuldastefnu, menntastefnu, endurnýjanlegrar orkunotkunar og samfélagslegs trausts,” að því er fram kemur í tilkynningunni.

Þá segir einnig í tilkynningunni að mælikvarðinn snúist ekki síst um efnahagsstöðu og stefnu ríkja, samfélagið, félagsleg- og siðferðileg gildi.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ávarpaði ráðstefnuna og talaði meðal annars um skynsamlega notkun auðlinda og fyrirhyggju í fjármálum með setningu laga um opinber fjármál, fyrirhugaða stofnun stöðugleikasjóðs og sterka stöðu lífeyriskerfisins.

Forsætisráðherra fundar með forseta Frakklands í kvöld. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×