Lífið

Eitursvalur fréttamaður grípur hafnarbolta í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gelbs fór ekkert á taugum.
Gelbs fór ekkert á taugum.
Það getur allt gerst í beinni útsendingu og þurfa fjölmiðlamenn að vera við öllu búnir. Íþróttafréttamaðurinn Steve Gelbs lenti í heldur óvenjulegu atviki um helgina þegar hann var í beinni útsendingu.

Atvikið átti sér stað á Houston Minute Maid Park-vellinum í miðjum hafnarboltaleik en í miðju uppistandi flaug hafnarbolti til fréttamannsins. Steve Gelbs hélt heldur betur ró sinni og einfaldlega greip boltann við mikinn fögnuð áhorfenda í stúkunni.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega atvik.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×