Fótbolti

Dele Alli sýndi löngutöng og baðst afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dele Alli í leiknum í gær.
Dele Alli í leiknum í gær. Vísir/Getty
Dele Alli gæti verið refsað að Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir óviðeigandi hegðun í leik Englands og Slóvakíu í undankeppni HM 2018 í gær. Alli sýndi útrétta löngutöng og virtist beina því gegn dómara leiksins.

Atvikið átti sér stað þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og Martin Skrtel hafði brotið á Alli. Aukaspyrna var hins vegar ekki dæmd.

Eftir leik sagði Alli á Twitter-síðu sinni að allt hefði verið hluti af góðlátlegu gríni og beint að Kyle Walker, liðsfélaga hans.





Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði á blaðamannafundi eftir leik að engin alvara hefði verið á bak við hegðun Alli.

„Ég hef ekki séð þetta en ég veit af þessu. Dele og Kyle voru að fíflast,“ sagði hann. „Samskipti þeirra eru skrýtin sem útksýrir þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×