Lífið

Taktu þátt: Hvaða lag er Rúnar Freyr að túlka?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Freyr er algjör snillingur í þessu.
Rúnar Freyr er algjör snillingur í þessu.
Þátturinn Bomban er byrjaður aftur á Stöð 2 en annar þáttur haustsins fór í loftið á föstudaginn.

Logi Bergmann Eiðsson er sem fyrr alvaldur í Bombunni. Í fyrsta þættinum áttust við tvö lið skipuð fjölmiðlafólki. Í öðru liðinu voru tvíeykið Saga Garðarsdóttir og Steindi Jr. Í hinu liðinu voru þeir Jóhannes Ásbjörnsson og Jóhann Alfreð Kristinson.

Þátturinn var hinn skemmtilegasti eins og við var að búast. Með fréttinni fylgir klippa þar sem Rúnar Freyr túlkar lag og keppendur reyndu að giska á hvaða lag væri verið að spila.

Búið er að taka hljóðið af klippunni. Við hvetjum lesendur til að spreyta sig einnig og svara hér fyrir neðan hvaða lag þeir halda að Rúnar Freyr sé að túlka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×