Innlent

Haustveður í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það gæti orðið haustlegt um að litast á landinu næstu daga.
Það gæti orðið haustlegt um að litast á landinu næstu daga. Vísir/Gva

Það verður víða grátt um að litast á landinu í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan 8 til 13 metrum á sekúndu í dag, en hægari Sunnan- og Vestanlands þar sem verður hvað léttskýjaðast.

Þá mun rigna eitthvað á norðanverðu landinu og verður hitinn á bilinu 7 til 16 stig, hlýjast Suðaustanlands. Með kvöldinu mun hins vegar kólna, ekki síst fyrir norðan, og vind lægja.

Veðurstofan gerir ráð fyrir sambærilegum morgundegi, norðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu Suðaustanlands en annars hægari vindur og skúrir. Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig með deginum. Nánar á veðurvef Vísis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og skúrir, einkum S- og A-til. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast SV-lands.

Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skýjað, en léttir til SV-lands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Hægviðri og þurrt að kalla framan af degi, en síðan útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-lands um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Líklega áfram norðlæg átt með vætu, einkum N- og A-lands, slyddu til fjalla og heldur kólnandi veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira