Lífið

Páll Óskar verður í rándýrum búningi á stórtónleikunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar verður flottur í Höllinni.
Páll Óskar verður flottur í Höllinni. Vísir/Anton Brink
Páll Óskar Hjálmtýsson stendur fyrir stórtónleikum í Laugardalshöllinni þann 16. september.

Þar mun hann syngja öll bestu lög ferils síns frá 1991 til 2017 ásamt fimm manna hljómsveit í bland við raftónlistina og fullt af dönsurum. Sviðið verður sérsmíðað inn í Laugardalshöllina. Ekkert verður til sparað í búningum og allri listrænni umgjörð.

Páll Óskar sýnir glænýjan búning á Facebook-síðu sinni og mun hann vera í honum á tónleikunum. Um er að ræða engan smá búning og er hann af dýrari gerðinni. Það var Coco Viktorsson sem hannaði þennan bleika og stórglæsilega búning sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×