Innlent

Aðstæður með besta móti fyrir norðurljósaskoðun

Birgir Olgeirsson skrifar
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði mynd af þessum norðurljósum fyrir ofan höfuðborgarsvæðið fyrir nokkru.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði mynd af þessum norðurljósum fyrir ofan höfuðborgarsvæðið fyrir nokkru. Vísir/Vilhelm
Norðurljósaspá Veðurstofu stendur í sjö núna, sem þýðir að von er á mikilli virkni, en mest getur hún farið í níu.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í kringum höfuðborgarsvæðið sé vel bjart og víðast hvar á Suðurlandi sem og í Borgarfirði.

„Það er bjartast frá Borgarfirðinum og yfir á Suðurlandi, í raun megnið af Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi,“ segir Óli og tekur fram að það sé einnig að létta til í Breiðafirðinum.

Mikið og öflugt sólgos átti sér stað síðastliðinn miðvikudag, svokallað kórónugos, og gæti því orðið ansi tilkomumikil norðurljósasýning yfir landinu í kvöld. Hvenær norðurljósin láta sjá sig og hvar er erfitt að segja nákvæmlega til um en Óli segir líkurnar miklar á því miðað við spána.

Þeir sem vilja eiga mesta líkur á að sjá sem mest ættu að koma sér úr sem mestri ljósmengun því þá sjást þau betur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×