Lífið

Taktu þátt: Hvaða lag er Rúnar Freyr að túlka?

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þátturinn Bomban er byrjaður aftur á Stöð 2 en fyrsti þáttur haustsins fór í loftið á föstudag og þáttur tvö er í kvöld. Logi Bergmann Eiðsson er sem fyrr alvaldur í Bombunni.

Í fyrsta þættinum áttust við tvö lið skipuð fjölmiðlafólki. Í öðru liðinu voru tvíeykið Eva Laufey Kjaran og Gummi Ben en þau eru með þáttinn Ísskápastríð á Stöð 2. Í hinu liðinu voru Gunna Dís og Sóli Hólm en þau munu sjá um þáttinn Útsvar á RÚV í vetur.

Þátturinn var hinn skemmtilegasti eins og við var að búast. Með fréttinni fylgir klippa þar sem Rúnar Freyr túlkar lag og keppendur reyndu að giska á hvaða lag væri verið að spila. Búið er að taka hljóðið af klippunni.

Við hvetjum lesendur til að spreyta sig einnig og svara hér fyrir neðan hvaða lag þeir halda að Rúnar Freyr sé að túlka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×