Handbolti

Einar hættur hjá HSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einar að störfum á einu af fjölmörgum stórmótum sem hann fór á.
Einar að störfum á einu af fjölmörgum stórmótum sem hann fór á. vísir/valli
Einar Þorvarðarson hefur látið af störfum fyrir Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, eftir 20 ára starf.

Einar hóf störf hjá sambandinu árið 1997 og sinnti lengstum starfi framkvæmdastjóra.

Hann lét af því starfi í upphafi sumars er Róbert Geir Gíslason tók við af honum. Þá fór Einar í starf afreksstjóra. Í tilkynningu frá HSÍ kemur fram að Einar hafi látið af störfum að eigin ósk.

Á tíma Einars hjá HSÍ hefur mikið gerst og karlalandsliðið meðal annars unnið til tveggja verðlauna á stórmótum. Einar hefur fylgt íslenskum landsliðum á tugi stórmóta og með honum fer ansi mikil reynsla.

Einar þakkaði fyrir sig á Facebook í hádeginu eins og sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×