Innlent

Elsta íþróttafélag landsins 150 ára

Mynd: af heimasíðu félagsins (Skotfélag Reykjavíkur)
Mynd: af heimasíðu félagsins (Skotfélag Reykjavíkur)
Á 19. öld var það við tjörnina í miðbæ Reykjavikur sem menn æfðu skotfimi, nánar tiltekið á götu sem nú nefnist Skothúsvegur. „Þar skutu menn þegar það lá vel á þeim.

Það tilheyrði hefðarmönnum á þeim tíma. Þeir gátu greinilega stjórnað því hvenær fólk var úti og hvenær ekki. Þegar skotæfingar voru haldnar, þá gekk maður um miðbæinn með spjald þar sem stóð að það yrði skotæfing eftir hádegi og var vinsamlegast beðið um að halda sig inni við,“ segir Guðmundur Kr. Gíslason framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.

Menn byrjuðu að stunda skotfimi í kringum 1867 en svo lagðist hún mikið til niður á stríðsárunum.

„Þetta er náttúrulega íþróttafélag og við leggjum mikla áherslu á að framleiða góða skotíþróttamenn og í dag eigum við í skammbyssugreinum ein besta skotmann í heimi, Ásgeir Sigurgeirsson sem fór á Ólympíuleikanna í London árið 2012,“ segir Guðmundur.

Jórunn Harðardóttir hefur einnig keppt á Evrópumeistaramóti með Ásgeiri Sigurgeirssyni í parakeppni með góðum árangri. „ Það er áberandi að stelpur eru farnar að stunda íþróttina meira, þær eru fleiri góðar en nokkru sinni áður,“ segir Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×