Íslenski boltinn

Gunnleifur: Gæjar þarna sem voru ekki fæddir er ég hætti að drekka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnleifur í leik með Blikum í sumar.
Gunnleifur í leik með Blikum í sumar. vísir/andri
Gunnleifur Gunnleifsson er langt frá því að leggja hanskana á hilluna þó svo hann sé kominn á fimmtugsaldur. Skiljanlega enda enn þá einn af þeim bestu á landinu.

„Ég hef aldrei hugsað út í hvenær ég hætti að spila og finnst það algjör óþarfi. Ég reyni að vera í núinu og njóta þess sem ég geri. Ég hef ekkert ákveðið hvenær ég legg skóna á hilluna,“ segir Gunnleifur en hann verður 43 ára á næsta tímabili.

Markvörðurinn síungi spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með HK árið 1994 og þá voru sumir samherja hans í dag ekki enn fæddir.

„Það eru gæjar þarna sem voru ekki fæddir er ég hætti að drekka. Þeir halda stráknum í manni. Það eru forréttindi að fá að vera með þessum gæum á hverjum degi og ég kann að meta það,“ segir Gunnleifur en það er ekki allt jákvætt við ungu drengina.

„Það má laga til að mynda tónlistarsmekkinn þeirra. Þeir vita fæstir hvað Guns N' Roses er. Þeir spila skrítna músík ef músík skildi kallast.“

Viðtalið við Gunnleif má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×