Lífið

Heimir Karlsson hermdi eftir raddsteikingu Kardashian-fjölskyldunnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kardashian-gengið hefur haft ómæld áhrif á hina ýmsu þætti mannlegrar tilveru - rétt eins og Heimir Karlsson.
Kardashian-gengið hefur haft ómæld áhrif á hina ýmsu þætti mannlegrar tilveru - rétt eins og Heimir Karlsson. Vísir/getty
Gríðarlegar vinsældir Kardashian-fjölskyldunnar hafa orðið til þess að þúsundir, ef ef ekki milljónir manna, hafa gert hina ýmsu þætti úr lífi hennar að sínu.

Fjölmargar fréttir hafa verið skrifaðar á undanförnum árum af hverskyns tískubylgjum sem sprottið hafa úr lífi fjölskyldunnar. Má þar nefna ofuráherslu margra á afturendann í líkamsræktinni, margir tóku upp á því að stinga vörunum á sér inn í flöskur til að stækka þær og þá eru Íslendingarnar farnir að drekka tómatsúpu í Friðheimum í lítravís.

Eitt þessara æða er hin svokallaða raddsteiking, eða „vocal fry,“ þar sem reynt er að herma eftir raddbeitingu fjölskyldunnar, þá helst Kim Kardashian. Raddbeiting lýsir sér í því að síðasta atkvæða setningarinnar er dregið um leið og röddin er gerð hrjúfari.

Heimir Karlsson vakti máls á þessu æði í Bítinu í morgun. Hér að neðan má heyra hann gera heiðarlega tilraun til að herma eftir raddsteikingunni við mikla kátínu annarra í hljóðverinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×