Handbolti

Framkonur unnu fyrsta mót tímabilsins og flugu svo út til Osló

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framliðið sem vann Ragnarsmótið í ár.
Framliðið sem vann Ragnarsmótið í ár. Mynd/Handknattleiksdeild Selfoss
Íslandsmeistarar Fram í kvennahandboltanum eru í góðum gír á undirbúningstímabilinu og ætla að láta reyna á liðið á erlendri grundu á næstu dögum.

Framliðið vann Val í lokaleik Ragnarsmótsins í handbolta á Selfossi í gærkvöldi og tryggði sér með því sigur í mótinu.

Fram vann alla þrjá leiki sína því áður hafði liðið unnið 26-34 sigur á ÍBV og 28-25 sigur á heimakonum í Selfossi.

Eyjakonan Sandra Erlingsdóttir var valin besti leikmaður mótsins í ár en Valskonan Diana Satkauskaite varð markahæsti leikmaðurinn.

Framliðið fór síðan bara heim að pakka eftir leikinn því liðið flaug í morgun út til Osló í Noregi þar sem liðið mun taka þátt í æfingamóti. Liðið mun leik þrjá leiki rétt fyrir utan Osló. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Það er búist við miklu af Framliðinu fyrir komandi tímabil í Olís deild kvenna því liðið er ríkjandi meistari og búið að bæta við sig tveimur lykilleikmönnum í íslenska A-landsliðinu í þeim Karen Knútsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur.



Lokastaðan á Ragnarsmóti kvenna 2017:

1. sæti - Fram

2. sæti - ÍBV

3. sæti - valur

4. sæti - Selfoss

Viðurkenningar Ragnarsmóts kvenna 2017:

Besti varnarmaður: Perla Ruth Albertsdóttir Selfoss

Besti sóknarmaður: Diana Satkauskaite Valur

Besti markmaður: Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram

Markahæsti leikmaður: Diana Satkauskaite Valur

Besti leikmaður mótsins: Sandra Erlingsdóttir, ÍBV

Úrslit og markaskorarar á lokakvöldinu:

Selfoss - ÍBV    15-37 (9-20)

Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Elva Rún Óskarsdóttir 2, Katrín Erla Kjartansdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1.

Mörk ÍBV: Karólína Bæhrenz 12, Ester Óskarsdóttir 6, Sandra Erlingsdóttir 5, Greta Kavaliuskaite 5, Díana Kristín Sigmarsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Alexandra Ósk Gunnarsdóttir 2, Elísa Björnsdóttir 1.



Fram - Valur 32-29 (15-12)

Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Arna Þyrí Ólafsdóttir 8, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Svala Júlía Gunnarsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 3.

Mörk Vals: Diana Satkauskaite 10, Kristín Guðmundsdóttir 6, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Kristín Arndís Ólafsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Heiðrún Berg Sverrisdóttir 1, Auður Gestsdóttir 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1,  Ásdís Jóhannsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×