Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Hann var lagður inn á bráðageðdeild síðastliðinn mánudag en þá var hann talinn vera í sjálfsvígshættu.

Degi síðar, eða á þriðjudeginum, var hann færður á almenna deild. Hann fannst svo látinn í herbergi sínu á spítalanum í gær. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Til skoðunar kemur að rífa hluta húss Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls sökum myglu. Áætlaður kostnaður vegna skemmdanna hleypur á um hálfum milljarði króna og fyrirhugaðar framkvæmdir gætu kostað rúma tvo milljarða. Orkuveitan útilokar ekki að sækja bætur vegna málsins.

Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö og rætt við forstjóra Orkuveitunnar. Þá ræðum við við hina norður- kóresku Yeonmi Park, sem tókst að flýja heimaland sitt með ótrúlegum hætti þrettán ára gömul. Hún segist hafa verið heilaþvegin í mörg ár en einbeitir sér nú að því að berjast gegn þeim mannréttindabrotum sem framin eru í landinu.

Þetta og margt fleira í fréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×