Lífið

Hönnuðir og fasteignasalar meta fullkláraðar íbúðirnar í lokaþætti Blokk 925

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Á sunnudaginn verður sýndur lokaþátturinn af Blokk 925, þar sem tvö teymi fengu frjálsar hendur við að innrétta sitthvora blokkaríbúðina í Ásbrú. Í þættinum verður gerður samanburður á íbúðunum en Sindri Sindrason hefur í sumar sýnt áhorfendum hvernig teymin tóku íbúðirnar í gegn.

Markmiðið með þáttunum var að sýna hvernig hægt sé að eignast sitt eigið heimili án þess að borga mörg hundruð þúsund krónur fyrir fermetrann. Í öðru teyminu voru tveir strákar og í hinu voru tvær stelpur. Strákarnir eru nýbúnir að klára BA í arkitektúr en önnur stelpnanna er í húsgagnasmíði og innanhússhönnun en hin er áhugamaður. Það hefur verið virkilega áhugavert að fylgjast með þeim takast á við þetta skemmtilega verkefni.

Í þessum lokaþætti af Blokk 925 skoðum við íbúð stelpnanna fullkláraða og svo voru hönnuðir og fasteignasalar fengnir til að meta og bera saman íbúðir beggja teyma. Þátturinn verður sýndur klukkan 21.05 á sunnudag á Stöð 2.

Sjá má stutt brot úr lokaþættinum í spilaranum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira