Íslenski boltinn

Ingó Veðurguð skemmtir stuðningsmönnum beggja liða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það verður nóg að gera hjá Ingó á morgun.
Það verður nóg að gera hjá Ingó á morgun. Vísir
Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, verður í aðalhlutverki hjá bæði stuðninigsmönnum FH og ÍBV fyrir úrslitaleik liðanna í Borgunarbikar karla á morgun.

Ingó byrjar í Kaplakrika, þar sem hann mun spila fyrir FH-inga, og heldur svo á Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal þar sem hann mun taka lagið fyrir Eyjamenn sem munu koma saman þar.

Þetta er þó aðeins hluti af veglegri dagskrá liðanna fyrir stuðningsmenn sína en leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 16.00 á Laugardalsvelli.

Hann verður einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.30. Hörður Magnússon fer þá yfir allt það helsta með þeim Reyni Leóssyni og Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Guðmundur Benediktsson lýsir svo leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá liðanna fyrir stuðningsmenn sína:

ÍBV:

Um morguninn: Lagt af stað með Herjólfi frá Vestmannaeyjum.

13.00: Komið á Café Flóru í Grasagarðinum.

13.45: Ingó Veðurguð spilar í klukkutíma

15:30: Brottför á leikinn

Frekari upplýsingar á Facebook.

FH:

12.00: FH-pallurinn opnar í Kaplakrika.

12.45: Ingó Veðurguð spilar

13.30: Hafnarfjarðarmafían spilar

14.30: Rútur í Laugardal

Frekari upplýsingar á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×